Uppnám Samfylkingar

Punktar

Stjórnarskráin nýja hefur verið í uppnámi síðan Árni Páll Árnason tók að sér að slátra henni. Hún komst ekkert í meira uppnám við að koma aftur fram í breytingartillögu. Kenning Magnúsar Orra Schram í sjónvarpinu í kvöld var bull. Margrét Tryggvadóttir segir réttilega, að alþingi beri skylda til að taka afstöðu til uppkastsins. Meira er uppnámið ekki af hennar völdum. Allt uppnám í málinu er Samfylkingunni að kenna, tilraunum hennar til að þjóna hugðarefnum Sjálfstæðisflokks. Því er réttlátt, að fylgi Samfylkingarinnar hefur rýrnað um helming. Við þurfum ekki tvo Sjálfstæðisflokka, einn nægir.