Uppreisn gegn túrisma

Punktar

Ágæt grein er í New York Times um uppreisn gegn túrisma víðs vegar í heiminum. Víðar en hér kemur í ljós, að setja þarf skorður við græðgi ferðaþjónustu. Ekki er blint hægt að auka túrisma um 20% árlega án þess að gera ráð fyrir, að þeir þurfi að sinna líkamlegum þörfum. Kaupmannahöfn og Barcelona eru farin að hemja túrisma skipulega. Fyrirmyndin er oftast Frakkland, sem hefur áratugum saman sett þröngar skorður við túrisma. Landið hefur nýtt sér menningu sína til að ýta túristum inn á menntaðar brautir. Frakkland er heimsins mesta túristaland, þótt það láti ekki túrista vaða yfir sig. Ýmislegt má læra af greininni í NYT.

(The Revolt Against Tourism)