Tveggja daga óeirðir urðu í vikunni í Egyptalandi út af hærra matarverði. Vikunni fyrr dóu fjórir í óeirðum á Haiti út af matarverði. Uppþot urðu á Fílabeinsströnmdinni. Fjörutíu dóu í uppþotum í Kamerún. Óeirðir urðu í Máritaníu, Mósambík og Senegal, einnig í Úsbekistan, Jemen, Bólivíu og Indónesíu. Allt út af hækkuðu matarverði. Orsakavaldar eru mannfjölgun; fjölgun fólks, sem hefur ráð á að kaupa mat; og notkun lífræns eldsneytis. Eftir áratugi án hungurs telja embættismenn Sameinuðu þjóðanna, að skortur á mat verði svipuð ógn næstu árin og umhverfisvandinn. Hungurvofan rís.