Samkvæmt lýsingu Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknar á að nota gjaldþrota ríkissjóð til að hjálpa svonefndri miðstétt. Það er fólkið, sem fékk sér 400 fermetra húsnæði á æðibunuárunum og hefur töluverðar tekjur. Þetta fólk á að hafa orðið útundan, þegar reynt var að hjálpa smælingjunum síðustu fjögur árin. Lýsir vel þeirri hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar, að hygla þeim, sem vel eru stæðir. Verra er þó, að ríkissjóður hefur ekki efni á að gerast frelsisengill hinnar gleymdu miðstéttar. Eftir er að sjá, hver upphæðin verður og hvernig falin verður aðkoma ríkissjóðs að skuldamálinu.