Ríkisstjórn og Alþingi höfðu ekki vit á að heimta opinberar yfirheyrslur sannleiksnefndar Alþingis. Nefndarmenn eru af gamla skólanum og höfðu ekki frumkvæði að því sjálfir. Þeir hafa leyndó hugarfar. Í Bandaríkjunum starfa slíkar nefndir fyrir opnum tjöldum. Yfirheyrslum er þar sjónvarpað. Hefði sá háttur verið hafður hér, væri fólk ekki lengur vitstola af uppsafnaðri heift hins valda- og áhrifalausa. Allt er að springa, enginn treystir neinu. Fólk vill ekki borga fyrir bankana. Fólk hatar að vera rukkað án þess að hróflað sé við sökudólgum. Opnar yfirheyrslur hefðu mildað réttláta reiði fólksins.