Tvær bækur hafa komið frá kokkalandsliðinu. Það er skipað 25 kokkum, sem hafa unnið til verðlauna sem matreiðslumenn ársins um nokkurt árabil. Fyrri bókin heitir Einfalt með kokkalandsliðinu. Þar eru uppskriftir, sem eiga það sameiginlegt, að bara fjögur hráefni eru í hverjum rétti. Síðari bókin er Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu. Með klassískum íslenzkum uppskriftum að íslenzkum mat. Eiga það sameiginlegt, að bara fimm hráefni eru í hverjum rétti. Ég þekki af eigin reynslu, hversu hagkvæmt er fyrir fólk í eilífu tímahraki að fylgja einföldum uppskriftum eftir landsins helztu toppkokka.