Svokallað mat á umhverfisáhrifum var marklaust á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Framleitt af starfsmönnum Landsvirkjunar og öðrum, sem voru þóknanlegir. Væri það neikvætt, komu framsóknarkerlingar til skjalanna, Siv Friðleifsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Þær völtuðu bara yfir matið, svo einfalt var það. Vegna þessarar fortíðar er marklaust að nota tíu ára gamalt umhverfismat á orkuveri í Bjarnarflagi við Mývatn. Þar þarf nýtt mat, sem er óháð Landsvirkjun og óháð ráðherra hverju sinni. Hugmynd Harðar Arnarsonar forstjóra um notkun tíu ára gamals mats er fráleit og mun valda uppþotum.