Uppvakinn pilsfaldatími

Punktar

Kapítalismi eftir kennslubókinni hefur verið fjarri Íslandi alla mína tíð. Hér var og er svonefndur pilsfaldakapítalismi. Menn hefjast af forgangi á borð við einkavinavæðingu og ódýrt aðgengi að þjóðarauðlindum. Alls ekki af dugnaði eða verðleikum. Nær allur auður hér er stolinn í skjóli einokunar og fáokunar. Fámenni er slíkt, að hér þrífast bara eitt-þrjú fyrirtæki á hverju sviði og þau hafa samráð. Því er verðlag hamslaust. Gamla Ísland var smíðað af íhaldi og framsókn. Hástig var hrunblaðran, er græðgi pilsfalda-gæludýra rauk í hæstu hæðir. Nú eru tveir silfurskeiðungar að vekja upp gamla Ísland.