Í Afganistan og Írak hafa Bandaríkin með hervaldi fellt ríkisstjórnir, sem voru andsnúnar Íran. Í Írak hafa þau til viðbótar með kosningum hafið til valda sjíta, sem leita skjóls og stuðnings Írana. Þannig hafa Bandaríkin vakið upp draug, sem heitir Íran. Það er orðið stórveldi Miðausturlanda, hyggst koma sér upp kjarnorkuvopnum og sáldrar peningum yfir Hizbolla í Líbanon. Þannig eru menn dæmdir til að valda sjálfum sér vandræðum, ef þeir skilja ekki sagnfræði. Sú er staða stjórnvalda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þau hafa óvart vakið upp draug, sem þau ráða síðan ekki við.