Þegar ég var yngri og skrifaði leiðsögubækur fyrir ferðamenn, ferðaðist ég mikið og lengi. Gisti eina nótt á hverjum stað og mætti á hverjum degi nýjum aðstæðum og nýju fólki. Var húsdýr, er vildi vera flökkudýr. Þá leið mér vel. Á miðjum aldri færði ég flökkufíknina heim. Fór að nota hesta, flökkudýrin dæmigerðu. Ferðaðist lengi senn í fámennum hópi, oft vikum saman. Mætti nýjum dölum og nýjum heiðum á hverjum degi, nýju vatnsbóli, nýjum haga. Lærði að ferðast létt, mæta nýjum vanda hverju sinni. Þá leið mér bezt. Kalla má þetta fortíðarþrá. Afturhvarf til lífs forfeðra fyrir fimmtíu kynslóðum, sem fóru fram og aftur um þvera Evrópu. Í ár er ég orðinn gamall, 74 ára, hættur að mestu að ferðast. Vill óbreytta daga, er snúast kringum hægindastólinn og te. Hættur draumum flökkudýrs og orðinn að húsdýri. Stefni þó til Persíu í haust.