Stríðið í Líbýu er orðið þrátefli. Uppreisnarmenn berjast lítið og treysta á loftárásir Vesturveldanna. Tveir fyrrverandi hershöfðingjar Gaddafis þykjast stjórna uppreisninni. Báðir eru vafasamir pappírar, sjást lítið á vettvangi. Styrjöldin er að breytast í valdabaráttu innan hersins. Eins og venjulega er Atlantshafsbandalaginu kennt um þráteflið, það geri ekki nægar loftárásir. Staðreyndin er samt sú, að uppreisnarmenn þora sjálfir ekki að berjast. Þeir héldu, að Vesturveldin mundu færa sér sigur á silfurfati. Nokkrum sinnum áður hefur komið í ljós, að loftárásir vinna ekki stríð. Samanber Víetnam.