Skelfilegt slúður er um, að Finnur Ingólfssson verði formaður Framsóknar í stað Halldórs Ásgrímsson, þótt Guðni Ágústsson sé varaformaður. Halldór virðist ákveðinn í að sanna, að hægt sé að fá verri formann en hann er sjálfur. Samkvæmt skoðanakönnunum var Finnur á sínum tíma óvinsælasti ráðherrann, grátinn af fáum, þegar hann hrökklaðist úr pólitík. Hann var iðnaðar- og orkuráðherra og hóf þá hrokafullu landníðslu á hálendinu, sem hefur einkennt stjórnarsamstarfið. Finnur er mörgum minnisstæður. Að fá hann í stað Halldórs er að fara úr öskunni í eldinn.