Úreltar fyrirmyndir

Punktar

Aflið, sem „sannir Íslendingar“ hata er stærsta efnahags- og viðskiptaveldi heimsins, eins stórt og Bandaríkin og Kína til samans. Það er Evrópusambandið, sem kvelur Breta og Íslendinga með alls konar reglugerðum, til dæmis um bætta nýtingu á orku. Sannir Bretar og Íslendingar vilja ekki láta segja sér fyrir verkum. Evrópusambandsríkin verja miklu minna fé til heilsumála en Bandaríkin og ná samt þeim árangri að hafa beztu heilsukerfi í heimi. Bandaríkin eru þar í 37. sæti. En við höfum ríkisstjórn, er fylgir brezk-bandarískri brauðmolastefnu um að hossa hinum ríkustu. Ísland hefur úreltar fyrirmyndir í efnahagsmálum.