Úreltur formaður

Punktar

Árni Páll Árnason kemur mér fyrir sjónir sem bankastarfsmaður. Kannski eru það fordómar mínir frá þeim tíma, er hann var ráðherra og naut ráðgjafar banksters. Mér dettur bara Blair í hug, þegar ég sé hann. Efast um, að rétti tíminn sé nú fyrir þá hugmyndafræði í Samfylkingunni. Hún gekk sér til húðar í hruninu 2008. Krataflokkum, sem feta þá braut, hefur gengið illa í kosningum víða í Evrópu. Nýjasta dæmið er Grikkland, þar sem kratar fóru niður fyrir 5%. Þegar misrétti þjóðfélagshópa er komið út í núverandi öfgar, þarf kjarnmeiri jafnaðarstefnu en Blair-isma kratanna. Samt vill Árni Páll áfram vera formaður Samfylkingarinnar.