Út yfir gröf og dauða

Fjölmiðlun

Upphaflega náði höfundavernd til fjórtán ára. Sá tími hefur hvað eftir annað verið lengdur og nær núna í Bandaríkjunum til ævi höfundar plús 70 ár eða í 95 ár, þegar fyrirtæki er orðinn rétthafi. Út í hött og afleitt fyrir aðgang almennings að klassískum bókmenntum og fræðum. Þar að auki eru auðhringir útgáfuréttar farnir að banna tilvitnanir án sérstaks leyfis rétthafa. Gegn þessu er teflt fram tillögum um “fair use” og “creative commons” til að efla vísindi og auka gegnsæi. Auðhringir eru andvígir öllu slíku, enda stjórnað af miklum gróðafíklum, þeim sem lifa á einkarétti út yfir gröf og dauða.