Lífeyrissjóðina er nánast ekki hægt að eyðileggja, því að þeir eru uppsöfnun fjár, ekki gegnumstreymi. Þannig eru þeir sjálfbærir. Geta mætt sveiflum í aldursskiptingu. Erlendis lenda sjóðir í vanda með gegnumstreymið, þegar eftirlaunafólki fjölgar, en vinnandi fólki fækkar. Hér er pólitíska deildin í sjóði ríkisstarfsmanna eini sjóðurinn, sem notar gegnumstreymi. Safnar skuldbindingum upp á tugi milljarða. Á endanum munu skattgreiðendur neita að borga. Iðgjöld pólitíkusa þyrftu að hækka í 19% launa til að brúa bilið. En pólitíkusarnir vilja alls ekki borga. Líta ekki á sig sem hluta af þjóðinni.