Utan verkahrings

Punktar

Fyrir kosningar lofaði Framsókn að afnema verðtryggingu lána. Gleymdist eins og önnur loforð hennar. Í staðinn kom þessi moðsuða Frosta Sigurjónssonar sjónhverfingamanns: “Ég held að það væri mjög heillavænlegt að lántakendur íhuguðu það að taka frekar, eða gæta sín á, verðtryggðum lánum og lánastofnanir ættu alvarlega að íhuga það vegna þess að það ríkir vafi ennþá um lögmæti þessara lána.” Í stað loforðsins er komin heilsusamlegt ráð um, hvernig fólk eigi að haga sér. Allir geta gefið góð ráð, en betra er að efna skýr og eindregin loforð. En það telur Framsókn vera utan síns verkahrings.