Í eina tíð ferðaðist ég utan til að borða. Gerði mér fyrst matarheimsókn til veitingahúsa í London. Síðan forframaðist ég, sat í þrjár vikur í París og snæddi í matargerðarmusterum heimsins. Skrifaði raunar litlar leiðsögubækur og þessar borgir. Síðar bættust New York og Róm í hópinn og raunar ýmsar fleiri borgir. Í þá daga var úrval veitingahúsa lítið hér á landi. Ég man eftir tíma, er hér var bara Borgin, ekki Grillið, Holtið og Naustið. Nú hafa ferðamenn flykkzt hingað og hér hafa risið mörg matarhús, sem bjóða gæði af tagi heimsborganna. Ég þarf ekki lengur að fara utan til að borða notalega.