Utangátta forsetakontór

Punktar

Skrifstofa forseta Íslands hafði ekki hugmynd um, að forsetafrúin ætti að vera veizlustjóri í gimsteinaveizlu í Vísindasafninu í London kvöldið eftir sprengjuárásina frægu. Ekkert er við það að athuga, að frúin komi fram í selskapi gimsteinafólks í umboði embættis forseta, svo sem fram kemur í bréfi til boðsgesta, sem áttu að borga níu þúsund krónur hver. Hins vegar er skrítið, að forsetaskrifstofan skuli ekki hafa hugmynd um málið og ekki geta frætt DV um það. DV varð að finna fréttina eftir öðrum leiðum. Eru embættismenn skrifstofunnar ekki á kaupi við að vita um svona mál?