Utanvegaakstur Svandísar

Punktar

Svandís Svavarsdóttir ráðherra sker upp herör gegn utanvegaakstri. Minnist þó ekki á, að margir fara eftir kortum Máls og menningar og Forlagsins, er þeir keyra utan vega. Þar er gert ráð fyrir merktum göngu- og reiðslóðum. Sú merking er ekki notuð, heldur eru allar slóðir sýndar sem jeppaslóðir. Að baki ruglsins er einn kortagerðarmaður og ein kortaútgáfa. Getur Svandís ekki talað við þá og fengið þá ofan af rugli sínu? Það eitt hefði meiri áhrif en yfirlýsingar um góðan vilja ráðherrans. Torfærumenn og jeppamenn benda bara á kortin sín. Er ekki hægt að taka þessi landráðakort úr umferð?