Úti er ævintýri

Punktar

Minnisstæð ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknar var ekki bara nútímareyfari með njósnurum, hökkurum og hlerurum. Fór líka aftur um tvær aldir og lýsti orrustunni við Waterloo, skothríðinni, slátruninnni og riddurunum. Mér skildist, að þetta yrði framtíð Framsóknar. Enda kom í ljós, að Sigurður Ingi forsætis gagnrýndi formanninn og raunar flokksstjórn hans. Sagðist ekki vilja vera varaformaður í slíku samkvæmi. Þar með er uppreisnin hafin gegn Sigmundi Davíð. Hin normala framsókn hyggst taka við af silfurskeiðungnum og setja hinn normala framsóknarmann í leiðtogasætið. Úti er skrautlegt ævintýri í Undralandi.