Dampurinn er farinn úr mótmælum á útifundum. Hástigið var 21. janúar fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann, þegar Samfylkingin fór á taugum. Það leiddi til falls ríkisstjórnarinnar. Lokahnykkurinn var á fimmtudag, er Davíð Oddsson fór úr Seðlabankanum. Þetta voru tvö meginverkefni byltingarinnar, að losna við vanhæfa ríkisstjórn og vanhæfa bankastjóra. Önnur verkefni eru smærri í sniðum og megna ekki að draga þúsundir á Austurvöll. Ekki einu sinni kröfur um eignaupptöku, stjórnlagaþing og stjórnarskrá. Fjórflokkurinn hefur náð vopnum sínum og dregur til sín fylgið með yngri andlitum í gamla stílnum.