Hestar á hörðum skeifum hafa um aldir klappað götur í land. Þetta eru gömlu þjóðgöturnar, sennilega sex hundruð, allar á GPS á jonas.is. Voru af alúð færðar á kort á vegum danska herforingjaráðsins fyrir einni öld. Síðan strikuðu Landmælingarnar sumar út, en þær hafa samt áfram verið til. Um tíma seildust sumir til að skíra þær gönguleiðir og banna hestaskít. Sá tími er liðinn, nú láta ferðaþjónustumenn teikna útivistarkort, sem sýna göturnar sem reiðleiðir. Frábær útivistarkort í mælikvarða 1/100.000 eru til um Norðurland og Norðausturland. Þau sýna hestum tilhlýðilega virðingu.