Útkoman er alltaf eins

Punktar

Niðurstaðan er alltaf sú sama, hvernig sem mælt er. Atvinnleysi eða skráð atvinnuleysi eða meint atvinnuleysi hefur minnkað ört síðustu tvö ár. Hvort sem menn taka brottflutta eða aðflutta með í reikninginn. Vinnumálastofnun segir það vera komið niður í 4,8%. Hvort sem menn trúa því eða ekki, þá er staðreyndin sú, að það hefur minnkað verulega. Er þá mælt á sama hátt í bæði skipti. Vilji menn frekar trúa mælingum Hagstofunnar, hafa tölur tímabilsins lækkað á sama hátt. Samt er engin verktaka í stóriðju, jarðgöngum, vegagerð, hátæknispítala né öðrum ofsadýrum gæluverkefnum, sem lýðskrumarar heimta.