Útlendingar eru fegnir

Punktar

Af erlendum fjölmiðlum er ljóst, að þar telja menn IceSave vera afgreitt. Af ummælum erlendra ráðamanna má líka ráða, að þeir séu fegnir. Enginn talar um, að semja þurfi upp á nýtt, eins og flautaþyrillinn Bjarni Benediktsson heldur fram. Íslenzku fyrirvararnir eru eðlilegir að mati Daily Telegraph. Blaðið tekur sérstaklega fram 4% hámarkið á árlegum greiðslum. Ég var fyrir löngu búinn að segja, að slíkur fyrirvari mundi fara vel í útlendinga. Óhætt er að fullyrða, að engir eftirmálar verða af fyrirvörum Alþingis. Málinu er lokið. En gleymum samt ekki, að IceSave var Davíð og Flokknum að kenna.