Fréttastofan REUTERS segir, að traust á Íslandi hafi hríðfallið við innreið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í forsætisráðuneytið. Batinn mikli, sem var sýnilegur fyrir tveimur árum, sé horfinn. Vextir á ríkisbréfum Íslands hafi rokið úr 4,1% í 6,4%. Á sama tíma og nýir peningar flæða til kreppulanda á borð við Írland og Portúgal og jafnvel Grikkland, fari ekkert til Íslands. Jafnvel tombóluverð á rafmagni freistar ekki. Afleiðing af rugli og vaðli Sigmundar Davíðs út og suður. Útlendir fjárfestar telja hann lýðskrumara og hafa litla trú á þjóð, er kýs yfir sig loddara. Svona er að vera bananaþjóð.