Útlit og innihald

Punktar

Menn á borð við Björn Bjarnason og Guðmund Árna Stefánsson bera blak af pyndinga- og morðstjóra kínverska hryllingsríkisins með því að segja hann hafa komið þægilega fyrir, verið glaðsinna og brosað mikið. Það er eins og þeir séu af sjónvarpskynslóðunum, sem halda, að útlitið lýsi innihaldinu. Reyndara fólk veit, að svo er alls ekki. Á skjánum og tjaldinu líta vondu mennirnir út eins og Hannibal Lechter, en í raunveruleikanum líta þeir út eins og Luo Gan.