Útlitið og innihaldið

Punktar

Kaupþing heitir núna Arion. Nafn úr grískri goðafræði. Ekkert samband er milli Kaupþings og sögunnar um Arion. Nafnið er valið út í bláinn, stutt í atkvæðagreiðslu starfsmanna bankans. Val af þessu tagi er partur af gömlu græðginni. Menn telja enn óþarft að hafa samband milli útlits og innihalds. Kom vel í ljós, þegar viðskiptamenn lýstu samskiptum sínum við bankann. Kúnnar eru þar síður en svo í fyrirrúmi. Hluti af 2007-hugarfarinu var að setja markaðsfræði og ímyndarfræði og spunafræði á stall. Kjörorð þessara fræðigreina er, að ekkert samband þurfi að vera milli útlits og innihalds.