Útrýming mannkyns

Punktar

Stephen Hawking, eðlisfræðiprófessor við Cambridge, telur, að mannkynið geti liðið undir lok vegna tæknilegra framfara. Fljótt fari gervigreind að keppa við greind mannkyns. Endi með því að fara framúr henni. Byrji að geta endurbætt sig sjálf án hjálpar mannkyns. Það verði nýtt lífsform, sem ryðji mannkyni til hliðar. Ef þetta gerist ekki, muni mannkynið spilla og eyða lífsafkomu sinni. Við séum sjálf ófær um að gæta Móður Jarðar. Ekki kemur fram hjá Hawking, að sigur gervigreindar geti bjargað Jörðinni með skynsamlegri ákvörðunum. Þar á meðal með því að útrýma fólki, áður en það gerir jörðina óbyggilega. Hvernig væri að láta sig hlakka til þess?