Árni Sigfússon er einstæður gaur. Hirti fasteignir Keflavíkur og afhenti til einkafyrirtækis, þar sem hann sjálfur er formaður. Lætur hreppinn svo borga leigu til einkafyrirtækisins, þótt útsvörin standi ekki undir því. Smíðar höfn í Helguvík fyrir meira en milljarð í von um orku í álver. Lætur tveggja milljarða erlent lán gjaldfalla á hreppinn. Reisir steintröll Árna frænda Johnsen út um alla móa. Var svo endurkosinn. Enginn vill taka Keflavík að sér frekar en Garðabær vill Álftanes. Ríkið hefur ekki ráð á því. Útsvör í Keflavík verða því að tvöfaldast til að standa undir Árna og kjósendum hans.