Útvarpsráð

Punktar

Útvarpsráð sýnir í hnotskurn, hvernig landinu er stjórnað af helmingaskiptafélagi Framsóknar og Sjálfstæðis. Framsókn telur sig eiga embætti fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Þess vegna verður framsóknarbarn ráðið í stöðuna. Þannig hefur embættiskerfi þjóðarinnar verið fyllt af gæludýrum, sem eru óhæf um að gegna embætti. Framsókn hefur á síðustu árum varðveitt þetta kerfi fyrir ágjöfum af hálfu nútímans. Aðdragandinn að ráðningu fréttastjóra staðfestir það, sem áður hefur verið sagt: Við metum ekki Framsókn af gögnum flokksþinga, heldur af botnlausri græðgi hennar í raun.