Útvarpsstjórinn

Punktar

Þegar vopnin voru kvödd í Ríkisútvarpinu, lá eftir í sárum útvarpsstjóri, sem flestir geta verið sammála um, að sé sá lélegasti frá öndverðu. Hann valdi fréttastjóra, sem spilaði sig út á fyrsta degi, bara við að lenda í hakkavél hjá fagmanni í fréttamennsku. Útreið Markúsar í málinu minnir okkur á hinn mikla yfirmannaturn útvarpshússins, sem hann hefur fyllt af silkihúfum, nánast eingöngu flokkspólitískum ónytjungum, sem ekki geta unnið fyrir sér í atvinnulífinu og hafa stuðlað að fáránlegum hallærisrekstri. Það er einkum útvarpsstjórinn sjálfur, sem hefur rústað Ríkisútvarpið.