Á sumum sviðum mun stjórnlagaþingið ekki verða við vilja þjóðarinnar, eins og hann kom fram á þjóðfundinum. Þjóðfundurinn vildi eindregið, að landið yrði eitt kjördæmi. Aðeins rúmlega helmingur þingfulltrúa er sama sinnis. Þjóðfundurinn vildi eindregið, að skilið yrði fjárhagslega milli ríkis og kirkju. Sumir þingfulltrúar halda, að það hafi þegar verið gert. Um slík mál næst tæplega samkomulag á þinginu. Stjórnlagaþingið verður því ekki eintóm sæla. Eftirgefanlegir fulltrúar munu vatna út þjóðarviljann. Rétt er því að vara fólk við, að óvíst er, að þjóðarviljinn nái þar fram á öllum sviðum.