Útvíkkuð ógnarstjórn

Punktar

Sumar stefnuskrár eru lítils virði. Vitum til dæmis, að stefnuskrár Framsóknar og Sjálfstæðis voru einskis virði fyrir hálfu fjórða ári. Yfirleitt er slæm reynsla af stefnuskrám. Verðum þó að taka tillit til nýrra flokka, er enn hafa ekki svikið eigin orð. Vitum, að Björt framtíð vill vera opin í alla enda. Er beinlínis stofnuð fyrir ráðherrastóla. Staða Viðreisnar er hins vegar umdeild. Stefnan er tiltölulega miðlæg, en frambjóðendur koma úr Sjálfstæðisflokknum. Þiggi Viðreisn ekki boð um viðræður miðju og vinstri, er næsta ljóst, að hún fer eins og Björt framtíð í samstarf við Sjálfstæðis um nýja ógnarstjórn.