Margt fróðlegt kemur í ljós eftir kosningar, sem áður var talið vera villutrú. Til dæmis er komið í ljós, að tveir flokkar eru í hjarta sínu andvígir uppboðum á veiðileyfum. Sérhagsmunir vaða yfir almannahagsmuni, þegar til kastanna kemur. Hvað sem stendur í stefnuskrám Viðreisnar og Vinstri grænna, þá er ljóst, að markaðslausnir í sjávarútvegi henta þessum flokkum fremur illa. Á því rann myndun nýrrar ríkisstjórnar út í sandinn. Þetta var öðrum fremur mál þessara kosninga. Viðreisn þóttist vera markaðssinnaður miðjuflokkur, en er bara gamla íhaldið, risið úr baðinu. Við fáum því gömlu ríkisstjórnina aftur. Útvíkkaða inn á við.