Frá mótum þjóðvega 60 og 607 sunnan Bjarkarlundar um Vaðalfjöll að þjóðvegi 60 við Kinnarstaði.
Vaðalfjöll eru tveir 100 metra háir og stakir stuðlabergsstandar í heiðinni. Útsýninu ofan af þeim er viðbrugðið. Þetta eru fornir gígtappar úr blágrýti, sem er harðara en umhverfið og hafa því veðrast hægar.
Byrjum við mót þjóðvega 60 og 607 sunnan Bjarkarlundar. Förum jeppaslóð norður frá vegamótunum að Vaðalfjöllum, meðfram austurhlið þeirra og norður fyrir þau. Förum suðvestur frá fjöllunum að Traustugötu og suður eftir henni að þjóðvegi 60 við Kinnarstaði.
9,2 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Reykjanes, Laxárdalsheiði, Barmahlíð, Vaðalfjallaheiði, Hafrafell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort