Vaðlaheiðar-blekkingin

Punktar

Einkaframkvæmd Vaðlaheiðarganga er dulbúin ríkisframkvæmd. Göngin eru sett fram fyrir önnur göng með blekkingu um einkaframkvæmd. Þegar smáa letrið er lesið, er ljóst, að ríkið ber alla ábyrgð á þessum göngum. Þess vegna gera Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir rétt í að andmæla blekkingunni á Alþingi. Hún er samsæri nokkurra pólitíkusa, embættismanna, ráðgjafa, kjördæmispotara og háskólakennara gegn þjóðinni. Vaðlaheiðargöng eru hluti hins gamla Íslands, sem gekk fyrir fölsunum, blekkingum, excel-skrám og sjónhverfingum. Losum okkur út úr þessari bóndabeygju gamalla tíma.