Vægari þjóðremba hér

Punktar

Þjóðrembdir flokkar hafa náð yfir 20% fylgi víða í Vestur-Evrópu. Voru lengi ekki taldir húsum hæfir, en eru nú komnir í ríkisstjórnir, til dæmis í Danmörku og Noregi. Slíkum nýjum flokkum hefur ekki vegnað vel hér á landi. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur það stafa af, að heldur vægari tegund af þjóðrembu sé byggð inn í íslenzka flokkakerfið. Meðan evrópskir pólitíkusar forðuðust þjóðrembu eftir síðari heimsstyrjöldina, belgdu íslenzkir pólitíkusar sig út af þjóðrembu í ræðum sínum. Aðeins Alþýðuflokkurinn var fjölþjóðlega sinnaður. Meira að segja kommar blésu sig út í þjóðrembu. Yngri kynslóðir láta sig þjóðrembu litlu skipta.