Vægu orðin ekki vítt

Punktar

Bjarkey Gunnarsdóttir sagðist á alþingi í vikunni telja ríkisstjórnina hafa hag útgerðarmanna fyrir brjósti, frekar en heimilanna í landinu. Varla er nú hægt að fjalla með vægara orðalagi um kollsteypuna. Risavaxin loforð um gull til heimilanna voru sett í áralangar nefndir, en lægri auðlindarenta greifa sett í brýnan forgang. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður kvótagreifanna, vill þrengja að möguleikum þingmanna til að lýsa hegðun bófanna á alþingi. Vildi, að forseti alþingis vítti Bjarkeyju fyrir væg orð hennar, en ekki var orðið við því. En óskin bendir til, að bófar vilji efla mátt sinn og megin.