Stórmál líðandi stundar verða sum hver smærri í sniðum eftir mánuð, þegar kemur að kosningum. Þá kemur í ljós, að svonefndir hagsmunir heimilanna eru tilfinningamál minnihlutahóps. Vægi hagsmuna heimilanna verður í hófi. Og þá kemur í ljós, að stjórnarskráin er ekki efst á áhugalista meirihluta þeirra, sem í sjálfu sér styðja nýja stjórnarskrá. Vægi stjórnarskrárinnar verður líka í hófi. Sama er að segja um áhuga fólks á upplýsingafrelsi og gegnsæi. Hann brýst ekki út í kosningunum. Af þessum ástæðum mun stór hluti kjósenda áfram halla sér að hefðbundnum bófaflokkum, þótt þeir eigi það sízt skilið.