Stjórnarskrárplagg nefndar á vegum alþingis er komið fram, kallað „tillögur nefndarinnar“ í fjölmiðlum. Það er samhljóða texta, sem lekið hafði fyrr í vikunni. Engir fyrirvarar einstakra nefndarmanna fylgja. Fulltrúi pírata segist ekki hafa samþykkt plaggið. Ekki er ljóst, hver ber ábyrgð á textanum, kannski samdi hann sig sjálfur eða datt af himnum ofan. Textinn varð í öllu falli til á lokuðum leynifundum í tvö og hálft ár. Enginn mátti leka neinu. Eins og í TISA, allt á bak við tjöldin í reykfylltu bakherbergi. Gamaldags, vafasöm vinnubrögð, sem þola ekki dagsins ljós, varla til þess fallin að vekja traust almennings.