Vakinn upp hrundraugurinn

Punktar

Viðskiptaráð Íslands er illræmdast fyrir að hrósa sér fyrir hrun af tökum sínum á ríkisvaldinu. Sagði, að 90% tillagna sinna næðu fram að ganga á þingi. Því fór sem fór, skortur á eftirliti með viðskiptabófum leiddi hrun yfir þjóðina. Holdgervingur hrunsins er genginn aftur í kjölfar nýlegrar ríkisstjórnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis hyggst halda fund með hinu trausti rúna ráði. Markmiðið er að draga úr regluverki ríkisvaldsins. Endurheimta frelsið, sem framkallaði hrun fyrir nokkrum árum. Viðskiptabófar landsins þurfa ekki að kvarta yfir, að pólitísku þjónarnir standi sig ekki.