Ferðaþjónusta er gott dæmi um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Þar þarf að taka snarlega á hlutunum. Setja upp gistináttagjald án tafa og nota það til að útbúa frábæra aðstöðu á ferðamannastöðum. Fækki gjaldið ferðamönnum, er það hið bezta mál, því að við önnum annars ekki aukningunni. Jafnframt þarf að setja hraða og hörku í að útrýma svartri starfsemi í greininni. Svo og stöðva vangreiðslur til starfsfólks. Háum sektum þarf strax að beita þá, sem reyna að víkja sér undan gjöldum og kjörum. Hæsti vaskur verði sem fyrst lagður á alla ferðaþjónustu, gistingu, mat og flutninga. Líta má á vaskinn sem bara eðlilega auðlindarentu.