Valdalausi forstjórinn

Punktar

Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvá, heldur fram, að hluti rekstrarins hafi verið utan valdsviðs síns sem forstjóra. Stjórn fyrirtækisins hafi sjálf séð um fjárfestingar. Þær voru sumpart langt utan hagsmuna tjónþola, meðal annars í skýjakljúfi í Macau. Af slíkum fjárfestingum varð ofurtap. Engin leið er að skilja, hvernig hluti rekstrar sé utan valdsviðs forstjóra. Ástandið í Sjóvá var því helsjúkt á valdatíma Þórs. Bótasjóður þess var misnotaður í þágu nýrra eigenda Sjóvá, Karls og Steingríms Wernerssona. Þeir áttu innantómu froðuna Milestone. Af hveru ganga sjóðsþjófarnir enn lausir?