Valdalausir áfram valdalausir

Punktar

Flokkur hinna valdalausu hefur ákveðið að taka ekki þátt í meirihlutavöldum í Reykjavík. Nokkuð tvíeggjað, en hefur bæði kosti og galla. Fyrir hina valdalausu getur verið skelfilegt að vera varahjól undir Blair-isma Samfylkingarinnar. En einn fulltrúi getur haft töluvert meiri áhrif en varahjólsins, sé hún stefnuföst og ákveðin. Gamli meirihlutinn mundi til dæmis verða beinskeyttari en áður, ef hann fær blóðgjöf frá Sósíalistum. Fulltrúinn mundi til dæmis oft hafa stuðning af tveimur fulltrúum Pírata. Skipuleggja þarf hraða smíði ódýrra og félagslegra íbúða. Nauðsynlegt er að knýja borgarstjórn inn að beinskeyttri línu Sósíalista.