Valdaránið mesta

Punktar

Mig langar til að frétta meira af þessu valdaráni stjórnarandstöðunnar. Er búið að handtaka Gunnar Braga Sveinsson? Hvernig kom hann skilaboðunum á framfæri? Er búið að hertaka brýnustu stofnanir landsins, Pylsuvagninn og Kaffifélagið? Af hverju er Ríkisútvarpið ekki með beina útsendingu frá byltingunni? Hver er nýr forsætis? Maður situr bara í myrkrinu heima hjá sér og fær ekkert að vita. Mikilvægt er að vita, hvernig Gunnar Bragi slapp og hvar hann felur sig. Flúði hann úr þingballinu norður á Krók. Er búið að byrgja glugga benzínsjoppunnar heimsfrægu. Er kaupfélagsstjórinn búinn að sprengja veginn um Vatnsskarð?