Valdataka risafyrirtækja

Punktar

Um áramótin boðaði SDG frumvarp um aukin völd Viðskiptaráðs. Á sjálfkrafa að fá lagafrumvörp til umsagnar og breytinga, verða eins konar Háyfir-Alþingi. Einkum á það að draga tennur úr ríkiseftirliti. Sama hugsun og í yfirvofandi viðskiptasamningi Bandaríkjanna og Evrópu. Hann mun draga tennur úr verndun neytenda í Evrópu og tryggja fjölþjóðafyrirtækjum réttarstöðu þjóðríkja. Þau munu geta náð skaðabótum fyrir reykingabann og merkingar tóbaksumbúða, svo dæmi sé nefnt. Mun hindra, að ríki geti sótt stolið skattfé til aflandseyja. Risafyrirtæki yfirtaka lýðræðið. Að þessu er unnið í kyrrþey, sjá GUARDIAN.