Valdbeiting í aðsigi

Punktar

Tregða samtaka atvinnurekenda er steinrunnin. Hlýtur að byggjast á trú þeirra á, að ríkisstjórn bófa beiti valdi gegn verkföllum. Hefur stundum áður verið gert til að fresta vandræðum í bili. Þá hafa forstjórar atvinnurekenda setið með hendur í skauti. Nú er vandinn óvenju erfiður. Forstjórar stéttarfélaga fatta, að félagsmenn þola ekki lengur doðann. Því er hætt við, að valdbeiting ríkisins sprengi deilurnar í loft upp. Ég efast hins vegar um, að ríkisstjórn bófa geti hugsað í vikum. Telur það sigur að lifa frá degi til dags. Frestun í bili freistar, enda segir spakmæli hins getulausa: Frestur er á illu beztur.