Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segja sem fæst, en litlu framsóknarkallarnir í ríkisstjórninni þenja brjóst. Þykjast vera töffarar, sem að hætti ársins 2007 geti sagt “ég-á-það-ég-má-það”. Þannig hjó Gunnar Bragi á Evrópu í stað þess að láta hana hverfa í þoku. Sama gerði Sigurður Ingi í náttúruvernd, afskaffaði bara lögin. Eygló Harðardóttir rekur nefndarmenn kruss og þvers, án þess að vitað sé um nein pólitísk afglöp þeirra. Sigmundur Davíð kallar stofnanir og samtök, sem honum líkar ekki, marklausar skammstafanir. Valdið hefur stigið ráðherrum Framsóknar til höfuðs. Þar er drambið falli næst.