Valdið tekið frá hliðvörðum

Punktar

Ríkisvaldið getur ekki lengur haldið fréttum leyndum. SMS-skilaboð hlaupa í skarðið, til dæmis þegar þegja átti yfir farsótt í Kína. Hefðbundnir miðlar geta ekki lengur stundað hlutverk hliðvarðar. Þegar Trent Lott repúblikani hrósaði Strom Thurmond rasista, þögðu fjölmiðlar, en fréttin barst milli manna í SMS-boðum. Myndir af pyndingum í Abu Ghraib voru sendar í SMS, þegar fjölmiðlar neituðu að birta þær. Myndir af kistum fallinna hermanna í Írak birtust fyrst á vefnum, ekki í fjölmiðlum. Við lifum í samfélagi, þar sem enginn Styrmir Gunnarsson getur ákveðið, hvað eigi að vera frétt.